Um SelfossBíó

SelfossBíó - með allar nýjustu og vinsælustu myndirnar strax!

Selfossbíó er eitt fullkomnasta kvikmyndahús á Íslandi. Bíóið tók til starfa þann 14.júlí 2013 eftir að því var lokað af Sambíóunum í október 2012. Breytingar voru gerðar á sýningabúnaði og var gömlu filmuvélunum komið fyrir til sýnis í húsinu og við þeirra starfi tók nýr og fullkominn stafrænn sýningabúnaður. Nýtt hljóðkerfi var tekið í notkun og er nú Dolby Digital 7.1 í Selfossbíó.

Selfossbíó er búið ’’Xpand 3D’’ þrívíddartækninni sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Upplifunin af þessari tækni er einstök og hefur breytt viðhorfi ótrúlega margra einstaklinga til þrívíddarmynda! Meiri dýpt, meiri fókus og miklu betri gleraugu!

Eyrarvegi 2
800 Selfoss
Sími: 517 7000
Netfang: selfossbio(hjá)selfossbio.is


Hafa Samband við SelfossBíó